Monday, March 21, 2011

Nú hangir allt á öfgunum

Nú þegar Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa formlega staðfest að þau eru ekki stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, hangir líf hennar enn meira en áður á öfgafólkinu Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni. Það er ekki hægt að reiða sig á það fólk. Þau hljóta að vera á útleið.

Þetta þýðir að núverandi ríkisstjórn getur ekki átt langt eftir. Annað hvort kemur nýr flokkur inn í ríkisstjórnina eða það verður kosið á næstunni - nema nú sé loksins komin upp staðan sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur beðið eftir og hann skipi utanþingsstjórnina. Opni skúffuna og nái í ráðherralistann sem hefur legið þar all lengi.

Hinum róttæku andspyrnumönnum í VG hefur loks tekist að verja hagsmuni LÍÚ og íhaldsbændaforystunnar. Þau hafa tryggt að nöfn þeirra afmást aldrei úr stjórnmálasögu Íslands.

Garðar Hólm

No comments:

Post a Comment